Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í gær, 13. ágúst.
Hlöðver Ingi lauk BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og MA gráðu í Evrópufræðum frá sama skóla árið 2012. Auk þess lauk hann diplómu í kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og sterkari stjórnsýslu í endurmenntun frá Bifröst árið 2013. Hann starfaði sem kennari á grunnskólastigi á árunum 2008 til 2012, þar til hann tók við sem deildarstjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar 2012-2015. Hlöðver Ingi var skólastjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar til eins árs afleysingar árið 2015, en tók síðar við sem skólastjóri við Auðarskóla í Dalabyggð þar sem hann hefur starfað síðan.
Níu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og óskar Borgarbyggð þeim alls hins besta og þakkar fyrir sýndan áhuga á starfinu.
Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið:
- Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri
- Birna Brynjarsdóttir, framkvæmdastjóri
- Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri
- Margrét Guðjónsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði
- María Björgvinsdóttir, ráðgjafi
- María Ester Guðjónsdóttir, starfsmaður í ferðaþjónustu
- Ragnhildur Eva Jónsdóttir, lögfræðingur
- Sólveig Sigurðardóttir, félagsráðgjafi
- Þorvaldur Hjaltason, rekstrarstjóri