Hlöðver Ingi Gunnarsson ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar

ágúst 14, 2020
Featured image for “Hlöðver Ingi Gunnarsson ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar”

Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í gær, 13. ágúst. 

Hlöðver Ingi lauk BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og MA gráðu í Evrópufræðum frá sama skóla árið 2012. Auk þess lauk hann diplómu í kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og sterkari stjórnsýslu í endurmenntun frá Bifröst árið 2013. Hann starfaði sem kennari á grunnskólastigi á árunum 2008 til 2012, þar til hann tók við sem deildarstjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar 2012-2015. Hlöðver Ingi var skólastjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar til eins árs afleysingar árið 2015, en tók síðar við sem skólastjóri við Auðarskóla í Dalabyggð þar sem hann hefur starfað síðan. 

Níu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og óskar Borgarbyggð þeim alls hins besta og þakkar fyrir sýndan áhuga á starfinu. 

Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið:

  • Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri
  • Birna Brynjarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri
  • Margrét Guðjónsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði
  • María Björgvinsdóttir, ráðgjafi
  • María Ester Guðjónsdóttir, starfsmaður í ferðaþjónustu
  • Ragnhildur Eva Jónsdóttir, lögfræðingur
  • Sólveig Sigurðardóttir, félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Hjaltason, rekstrarstjóri

Share: