Fimmtudagur
- 21: 00 Bara Ölstofa Lýðveldisins hljómsveitin Drusla á bömmer þjófstartar hátíðinni
Föstudagur
Skreytum allt Vesturland í regnbogalitum, hvetjum fólk til að sýna frá undir merkjum helgarinnar #hinseginvest #hinseginvest21
- Lautarferð í heimahaga
Hittum fólkið okkar og höfum kósý lautarferð með góðum veitingum í okkar heimabyggð seinnipart dags
- 21:30 Barir bæjarins
Fögnum félaginu Hinsegin Vesturland sem fæddist á zoom fundi í febrúar eftir góða meðgöngu á börum bæjarins
Laugardagur
- 10:30 Regnboga spinning við íþróttahúsið með Gunnu Dan
- 14:00 Gleðiganga
Fögnum fjölbreytileikanum og göngum ÖLL saman til að styðja réttindabaráttu hinseginfólks
Gengið eftir Borgarbraut frá Brákarhlíð að Dalhalla
- Skemmtidagskrá í Dalhallanum og Skallagrímsgarði eftir göngu
Kynnar verða þær Ingileif og María Rut frá Hinseginleikanum
Meðal þeirra sem koma fram eru: Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ’78,
Hljómlistarfélag Borgarfjarðar, ungt og efnilegt listafólk úr Borgarbyggð, og fleiri.
- Skallagrímsgarður
Leikhópurinn Lotta í boði Arion Banka kl 16:30
Hoppukastalar kl 10-13 og 16-18
Sölutjöld og almenn gleði
- 23:00 Hjálmaklettur Ball með engum öðrum en Páli Óskari
Sunnudagur
- 16:00 Borgarneskirkja Fræðslukaffi
Fyrir þau sem vilja fræðast um sögu sátta og átaka, samkynhneigð í sögu kirkjunnar og réttindabaráttuna á Íslandi.
- 17:00 Borgarneskirkja Fjölskyldu- og regnbogamessa
Lífleg og nýstárleg fjölskyldumessa sem fagnar fjölbreytileikanum, kærleikanum og litbrigðum regnbogans sem er okkar allra.