Leikskólabörn færðu Björgunarsveitinni Brák gjöf

maí 27, 2022
Featured image for “Leikskólabörn færðu Björgunarsveitinni Brák gjöf”

Tveir elstu árgangarnir af leikskólanum Uglukletti fóru í heimsókn til Björgunarsveitarinnar Brákar á dögunum. Svo skemmtilega vill til að Björgunarsveitin er nýflutt í nýtt húsnæði sem er í göngufæri við leikskólann. Hópurinn trítlaði yfir og afhentu börnin björgunarsveitinni listaverk sem þau höfðu gert, sem þakklætisvott fyrir að hjálpa til í vonsku veðri í vetur þegar ekki var stætt við leikskólann. Hópurinn fékk að skoða nýja húsið og tækin og voru börnin mjög spennt og uppnumin að sjá þetta stóra hús.

Er þetta áminning um það hversu gott er að búa í samfélagi þar sem allir hjálpast að þegar á bjátar. Það er ekki sjálfsagður hlutur að til séu einstaklingar sem eru tilbúin að hoppa úr sínum verkum til þess að aðstoða aðra. Leikskólanum fannst því mikilvægt að sýna björgunarsveitinni þennan þakklætisvott.

Börn og starfsfólk í leikskólanum Uglukletti þakka kærlega fyrir sig.


Share: