Heilsuræktarátak fyrir konur hefst á mánudag

apríl 11, 2007
Sex vikna lokað átaksnámskeið fyrir konur hefst næsta mánudag, þann 16. apríl í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Skráning er þegar hafin í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar.
Tímarnir verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. kl. 17.oo – 18.oo.

  • Góð hreyfing og styrktaræfingar fyrir allan aldur
  • 3 lokaðir tímar á viku
  • Frjáls mæting í þreksal fyrir utan þessa tíma
  • Mælingar og vigtun við upphaf og lok námskeiðs
  • Fræðsla um hreyfingu, mataræði og næringu
  • Gott aðhald – matardagbækur
  • Þreksalur, heitir pottar, eimbað og sund alla daga innifalið

Takmörkuð þátttaka !
18 konur geta skráð sig á námskeiðið og verða auðvitað að mæta í alla tíma til að árangur náist.
(Lágmark er 10 þátttakendur svo námskeiðið verði haldið)
Námskeiðsgjald: 7.700 kr.
Leiðbeinandi er Margrét Ástrós Helgadóttir.
 
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi: 437 1444

Share: