Hátíð í dag og þrettándabrenna á morgun

janúar 5, 2007
Í dag verður mikil hátíð í Skallagrímsgarði þar sem því verður fagnað að Grábrókarveita, ný vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði, verður formlega tekin í notkun. Hátíðin hefst kl. 17:00. Þar kemur m.a. Snorri Hjálmarsson fram ásamt Páli á Húsafelli sem leikur á steinhörpuna sína, Bjarni töframaður galdrar og sönghópur unglinga flytur nokkur lög. Þá flytur Gísli Einarsson vatnshugvekju og síðast en ekki síst kemur stórsveitin Á Móti Sól með Magna Ásgeirsson í broddi fylkingar og skemmtir. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu undir stjórn Björgunarsveitarinnar Brákar á íþróttavallarsvæðinu.
Á morgun verður þrettándabrenna og flugeldasýning á Seleyri við Borgarfjarðarbrú kl. 18.00. Samkoman er haldin í samvinnu Borgarbyggðar og Björgunarsveitarinnar Brákar. Kveikt verður í brennunni kl. 18.00 og fyrir flugeldasýninguna mun sönghópur unglinga syngja nokkur jóla- og áramótalög undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Brennustjóri er Halldór Sigurðsson hjá HS Verktaki. Ef veður verður óhagstætt verður þessu frestað og er fólk beðið um að fylgjast með tilkynningum í útvarpi.
 
 

Share: