Hætt við hækkun dvalargjalda á leikskólum

janúar 13, 2012
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt tillaga Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs að falla frá fyrirhugaðri hækkun á leikskólagjöldum í Borgarbyggð á árinu 2012.
 
Þar með er dregin til baka sú ákvörðun sveitarstjórnar, sem tekin var við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins, að hækka gjaldskrá leikskóla sveitarfélagsins um 3%. Samþykkt sveitarstjórnar byggir á því að tekjur sveitarfélagsins voru hærri á árinu 2011 en áætlanir gerðu ráð fyrir og að nú þegar er útlit fyrir að tekjur árins 2012 verði það einnig.
 

Share: