Reykholtskórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju föstudagskvöldið 13. janúar næstkomandi. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs Bjarna Guðráðssyni stofnanda kórsins og stjórnanda, fyrir ötult starf hans síðastliðna áratugi. Jafnframt vill kórinn þakka Sigrúnu Einarsdóttur, eiginkonu Bjarna, alúð hennar í garð kórsins í öll þessi ár. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og að þeim loknum býður sóknarnefnd Reykholtssóknar upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.
Á söngskránni verða lög frá fyrri tíð ásamt lögum sem kórinn hefur verið að fást við í vetur. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og m eðleikari Jónína Erna Arnardóttir .