Í fyrra gaf Skógræktarfélag Borgarfjarðar 100 plöntur til gróðursetningar við Skallagrímsvölinn í tilefni að því að Ungmennasamband Borgarfjarðar varð 100 ára. Nemendur í níunda bekk Grunnskólans í Borgarnesi gróðursettu af mikilli umhyggju og dugnaði þriðjung af þessum plöntum í fyrra fyrir neðan bílastæðið við íþróttahúsið. Sjá hér frétt frá í fyrra af vef Grunnskólans í Borgarnesi. Plönturnar sem þau gróðursettu hafa allar lifað af veturinn og eru nú farnar að búa sig undir að vaxa. Þær hafa nú verið teknar í sumarsnyrtingu fyrir utan suma runna sem voru seinir af stað í vor. Þeir verða snyrtir nú í júlí. Auk þess verða settar í sumar tröppur upp að strætóskýlinu til að auðvelda aðkomu að því neðan frá vellinum.
Í lok júní síðastliðinn plöntuðu síðan framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Borgarfjarðar, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar og eljusamur sumarstarfsmaður Borgarbyggðar afgangnum af plöntunum í beðin fyrir neðan bílastæðin við íþróttahúsið, við suðurendann á Skallagrímsvelli, í grenilundinn við enda vallarins sem gróðursettur var fyrir tveimur árum, upp með stiganum að Bjössaróló og við klettana neðan við hann og þá sem liggja út á nesið. HSS verktak sá um flutning á mold og skít auk þess að grafa holur í harðan jarðveginn við enda vallarins.
Tegundirnar sem gróðursettar voru eru rauðelri, lindifura, birki, sitkagreni, blágreni, ösp, blóðheggur, bogakvistur, sunnukvistur, blátoppur, skriðmispill, sýprus, ýviður, einir, runnamura, evrópulerki og sitthvað fleira.
Auk þessara tegunda var bætt við í tvö upphækkuð spöruskjulaga beð þremur gerðum af sírenum, hegg og koparreyni sem keyptar voru hjá Gróðrastöðinni Grenigerði.
Myndirnar tók Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.