Góður íbúafundur í Hjálmakletti

apríl 17, 2013
Síðastliðinn mánudag var haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sveitarstjórn kallaði þar íbúa til samráðs um hvað betur mætti fara í starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að fundarmenn skiptu sér í hópa eftir málefnum og tóku fulltrúar úr sveitarstjórn þátt í hópavinnunni. Borðstjórar á fundinum voru félagar úr Sjéntilmannaklúbbnum á Bifröst og stýrðu þeir umræðum af lipurð. Ríflega 40 manns mættu á fundinn og tók þátt í fjörlegum umræðum um málefni sveitarfélagsins. Ýmsar góðar hugmyndir komu fram á fundinum og sveitarstjórn mun taka til þær til skoðunar og ræða frekar.
Sveitarstjórn þakkar fundarmönnum fyrir gott starf á fundinum.
Á myndinni, sem Eiríkur Ólafsson tók, má sjá sjéntilmennina sem stjórnuðu umræðum.
 
 
 

Share: