Góð gjöf til nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar

september 4, 2014
Fulltrúar KB og Nettó í Borgarnesi komu færandi hendi í gær með höfðinglega gjöf til nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar. Fyrirtækin gáfu hvort um sig 500.000 krónur, samtals eina milljón sem ætluð er til húsgagnakaupa. Nemendagarðarnir sem voru teknir í notkun í haust eru í eigu Menntaskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar. Á myndinni sem tekin var utan við nemendagarðana eru Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri, Ingibjörg Kristín Gestsdóttir verslunarstjóri Nettó og Kolfinna Jóhannesdóttur sveitarstjóri.
 
 

Share: