
Krakkarnir komu heim á sunnudagskvöld og tóku strax til við að undirbúa brjóstsykursgerð sem fram fór á mánudag og þriðjudag, undirbúa opið hús á miðvikudagskvöld og tónleika með hljómsveitinni Retro Stefsson sem verða í kvöld, fimmtudagskvöld og svo diskótek á föstudagskvöldið. Það er mikið að gera í félagsmiðstöðinni þessa dagana. Í næstu viku tekur við undirbúningur fyrir æskulýðsballið og jólaútvarpið en útvarpið verður 20 ára í ár. Það verður öllu veglegra en undanfarin ár þar sem sent verður út tveimur dögum lengur. Gamlir nemendur grunnskólans munu taka þátt í útsendingum á laugardegi og sunnudegi. Sannkallað partý í Óðali þessa dagana.
Meðfylgjandi mynd tók Sissi af krökkunum á leið til Ísafjarðar.