Fyrirkomulag á skólahaldi og frístund í þessari viku 17.-20. mars

mars 16, 2020
Featured image for “Fyrirkomulag á skólahaldi og frístund í þessari viku 17.-20. mars”

Í dag hefur staðið yfir skipulagning á skólastarfi á meðan á samkomubanni stendur. Leik- og grunnskólar styðjast við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem farið er eftir en þær snúa aðallega að hópastærð og þrifum.

Hópar í grunnskólum mega ekki telja fleiri en 20 börn í einu og skal forðast eins og hægt er að þessir hópar blandist ekki yfir daginn. Hópar í leikskólum eiga að telja 4-6 börn með sömum tilmælum.

Aðstæður eru ólíkar í skólum Borgarbyggðar og munu skólastjórnendur hvers skóla senda tilmæli og skipulag síns skóla á foreldra í dag.

Íþróttir, sund og list-og verkgreinar falla niður í þeirri mynd sem hefur verið og einnig tónlistarkennsla í skólunum. Kennarar munu þó kenna börnum í sínu rými eða úti eftir atvikum.

Tónlistarskólinn mun halda úti hefðbundni starfsemi í hljóðfærakennslu/söngkennslu, sem fara fram í húsnæði Tónlistarskólans. Stærri hópatímar eins og hljómsveitartímar, hópæfingar, tónfundir, forskóli og tónfræðitímar falla niður.

Ef foreldrar velja að barnið sé heima að einhverjum ástæðum þennan tíma sem þetta ástand varir er mjög mikilvægt að þau skilaboð komist sem fyrst til umsjónarkennara.

Skólaaksturinn er í skoðun en ljóst er að ekki mega fleiri en 20 börn vera saman í bíl og koma nánari upplýsingar um það seinna í dag. 

Frístundaakstur og íþróttaæfingar falla niður í þessari viku.

Forstöðumaður frístundar veitir foreldrum þeirra barna sem þar dvelja frekari upplýsingar um starfsemina síðar í dag.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að leita upplýsinga hjá viðkomandi skólastjóra/forstöðumanni ef spurningar vakna.


Share: