Fundi um framtíð skólahalds frestað!

apríl 21, 2009
Umræðufundi með foreldrum barna í Grunnskóla Borgarfjarðar sem vera átti í kvöld í fundarsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er frestað. Fræðslunefnd Borgarbyggðar boðar til fundar á sama stað miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi og hefst hann kl. 20.30. Umræðuefnið er framtíð skólahalds.
Allir foreldrar eru hvattir til að mæta.
 
 

Share: