Fulltrúar þriggja tíma – brýr í Norðurárdal

ágúst 19, 2009
Mikilvægi góðra samgangna verður seint ofmetið. Á meðfylgjandi mynd má sjá þrjú mannvirki er auðveldað hafa mönnum ferðir á milli Norður- og Suðurlands allt frá upphafi síðustu aldar. Hér er um að ræða brýr sem byggðar hafa verið yfir Búrfellsá neðri (stundum nefnd Heimari Búrfellsá) norðan við Fornahvamm, efst í Norðurárdal.
Fremst má sjá steinsteypta brú á hlöðnum stöplum og sennilega er hún byggð 1910-1912. Blár litur brúarinnar stafar af umhverfislistaverki frá því í ágúst 1994. Þar næst er steinsteypt bitabrú, 7 m löng, byggð 1929. Breidd hennar er 3,05 m. og akbrautin sjálf 2,65 m. Fjærst sést svo steypt einingabitabrú, 7 m löng, byggð 1984. Breidd 9,0 m Akbraut 8,0 m.

Heimild: Jakob Hálfdanarson hjá Vegagerð ríkisins
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Share: