Fuglafriðland í Andakíl – fyrirlestur

nóvember 13, 2017
Featured image for “Fuglafriðland í Andakíl – fyrirlestur”

Fuglafræðingarnir Rachel Stroud og Niall Tierney hafa dvalið á Hvanneyri síðan í mars við talningar og rannsóknir á fuglum í friðlandinu Andakíll. Þau hafa unnið gríðarmikið starf í sjálfboðavinnu og eru rannsóknir þeirra framlag til friðlandsins ómetanlegar.  Nú fer að styttast í dvöl þeirra hérlendis – þau yfirgefa landið líkt og farfuglarnir okkar.

Kynning á fjölbreyttu fuglalífi Andakíls verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20, í aðalbyggingu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku. Allir velkomnir!


Share: