Frítt í Strætó á Menningarnótt á höfuðborgarsvæðinu

ágúst 19, 2016
Featured image for “Frítt í Strætó á Menningarnótt á höfuðborgarsvæðinu”

Frítt verður í alla Strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst.  Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun á Menningarnótt. Ekið er samkvæmt hefðbundinni áætlun frá morgni og fram til kl. 22.30. Eftir þann tíma er leiðakerfi Strætó rofið og við tekur sérstakt leiðakerfi sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim til sín eins fljótt og kostur er. Frá því kl. 7.30 og fram til kl. 1.00 ekur sérstök leið frá Kirkjusandi í gegnum Borgartún að Skólavörðuholti og til baka aftur. Fólk er hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu og leggja bílnum fjær hátíðarsvæðinu og taka Strætó milli staða
Nánari upplýsingar má finna strætó.is

Ef óskað er nánari upplýsinga um leiðabreytingar Strætó þá er Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri,  talsmaður fyrirtækisins. Netfangið hans er johannesru@straeto.is og síminn er 660 1488


Share: