Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda í frístund í Borgarnesi
Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.
Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá kl. 13:00-16:00, þriðjudaga og miðvikudaga.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Skipulagning á faglegu frístundastarfi
- Samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar í Borgarnesi
Hæfniskröfur:
- Áhugi á að vinna með börnum
- Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
- Færni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar
Viðkomandi þarf að gefa hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigga Dóra, tómstundafulltrúi og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið siggadora@umsb.is Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 21. mars 2019