Friðlýsing Borgarvogar – spurt og svarað

febrúar 19, 2021
Featured image for “Friðlýsing Borgarvogar – spurt og svarað”

Áform um friðlýsingu Borgarvogar sem friðlands í samræmi við 49. gr. náttúruverndarlaga nr 60/2013 eru nú í vinnslu hjá Umhverfisstofnun ásamt landeigendum og sveitarfélaginu. Vakin er athygli á að frestur til að skila athugasemdum við áformin er til 21. febrúar 2021. Áformin ásamt korti og hnitaskrá er að finna á upplýsingasíðu.

Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Algengar spurningar og svör um friðlýsingar má sjá hér.


Share: