Borgarverk mun hefja sprengingar við Sóleyjarklett í Bjargslandi mánudaginn 1. febrúar n.k.
Sprengt verður einu sinni á dag, þ.e. kl. 15:00 og verður hljóðviðvörun gefin fyrir hverja sprengingu. Titringsmælum verður komið fyrir á fjórum stöðum næst svæðinu til að fylgjast með styrk.
Reiknað er með að þessar framkvæmdir standi yfir í tvær vikur.
Starfsmenn Borgarverks fara í hús í nágrenni svæðisins og kynna fyrir íbúum áform um sprengingar og tímasetningu.
Hafir þú spurningar eða ábendingar um þessa framkvæmd ekki hika við að hafa samband við Borgarverk í síma 430-0300.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.