Framkvæmdir við Skallagrímsgötu, Gunnlaugsgötu, Þórólfsgötu og Borgarbraut

júlí 13, 2020
Featured image for “Framkvæmdir við Skallagrímsgötu, Gunnlaugsgötu, Þórólfsgötu og Borgarbraut”

Borgarbyggð ætlar að endurnýja gangstéttar á fjórum stöðum í Borgarnesi. Áður en yfirborð verður endurnýjað ætla Veitur að endurnýja hitaveitulagnir og RARIK að endurnýja raflagnir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og ljúki á árinu 2020.

Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma.

Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni. 

Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason og verkefnastjóri hjá Borgarbyggð er Ragnar Frank. Verktaki er Borgarverk.

Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu.

Hafir þú spurningar eða ábendingar um þessa framkvæmd ekki hika við að hafa samband í síma 516 6000 hjá Veitum, eða síma 433 7100 hjá Borgarbyggð.


Share: