Framkvæmdir við grunnskólalóðina á Hvanneyri

október 9, 2020
Featured image for “Framkvæmdir við grunnskólalóðina á Hvanneyri”

Undanfarna daga hafa starfsmenn áhaldahússins unnið hörðum höndum að lagfæringu á gunnskólalóðinni á Hvanneyri. Nú þegar er búið að helluleggja hluta af skólalóðinni og setja öryggismottur undir rólurnar á leiksvæðinu.

Þá hefur einnig verið bætt úr umferðaröryggi við grunnskólann en settur var upp öryggisspegill við gangbraut við Hvanneyrarbraut. Auk þess var hámarkshraðinn á Túngötunni breytt og er núna 30 km. Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að aka varlega inn skólagötuna þar sem börn eru að leik þegar komið er að hringtorginu.


Share: