Framkvæmdir eru hafnar við Skallagrímsgötu

ágúst 10, 2020
Featured image for “Framkvæmdir eru hafnar við Skallagrímsgötu”

Líkt og hefur komið fram hér ætlar Borgarbyggð að endurnýja gangstéttar á fjórum stöðum í Borgarnesi á þessu ári.

Framkvæmdir við Skallagrímsgötu hefjast í dag 10. ágúst en á næstu dögum er áætlað að rífa upp gangstéttina og grafa í götuna sjálfa. Gangbrautin er því lokuð um sinn og er gangandi umferð beint um Skallagrímsgarðinn á meðan á framkvæmdum stendur.

Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla á svæðinu og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason og verkefnastjóri hjá Borgarbyggð er Ragnar Frank. Verktaki er Borgarverk.

 


Share: