Framhaldsprófstónleikar í Reykholti

desember 2, 2013
Þriðjudaginn, 3. desember, heldur Anna Sólrún Kolbeinsdóttir píanóleikari framhaldsprófstónleika í Reykholtskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 18.30. Á tónleikunum mun hún meðal annars leika sónötu eftir Beethoven, verk eftir Grieg. Einnig mun móðir hennar, Lára Kristín Gísladóttir og bróðir, Höskuldur Kolbeinsson syngja við undirleik Önnu Sólrúnar. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
 
 

Share: