Tónleikarölt Tónlistarskólans 2.- 6. desember

desember 3, 2013
Ungir flautuleikarar
Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða með tónleika víða um Borgarbyggð þessa viku, 2.-6. desember. Nemendur munu flakka á milli fyrirtækja og stofnana og spila og syngja fyrir starfsfólk og gesti. Allir eru velkomnir á alla tónleikana og gaman væri að sjá sem flesta. Meðal annars verður spilað og sungið í Hyrnutorgi, Arionbanka, Ráðhúsinu og á föstudaginn verða nemendur á rölti milli nokkurra fyrirtækja í neðri bænum í Borgarnesi.
Dagskráin verður eftirfarandi:
Mánudagur 2. desember:
kl. 18:00 Tónlistarskólinn Borgarbraut 23
 
Þriðjudagur 3. desember:
Kl. 15:00 Arionbanki
Kl. 16:00 Hyrnutorg
Kl. 18:30 Reykholtskirkja
– Framhaldsprófstónleikar Önnu Sólrúnar
 
Miðvikudagur 4. desember:
Kl. 20:00 Logaland (nemendur á Kleppjárnreykjum)
Kl. 20:00 Tónlistarskólanum (Söngdeildartónleikar)
 
Fimmtudagur 5. desember:
Kl. 14:00 Ráðhúsið
Kl. 20:00 Logaland (nemendur á Varmalandi)
 
Föstudagur 6. desember:
Kl. 13:30 Félagsstarf aldraðra Borgarbraut 65A
Kl. 17:00 Hyrnutorg
Kl. 18:00 Safnahúsið
Kl. 18:30 Landnámssetrið
Kl. 19:00 Hótel Borgarnes
Kl. 19:30 Edduveröld
 

Share: