Fimmtudagskvöldið 14. apríl kl. 20.00 verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í Óðali.
Eftir páska verður haldinn sérstakur fundur fyrir foreldra í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar og aðra þá sem ekki komast á fimmtudagskvöldið. Verður hann auglýstur síðar.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Vísbendingar um kannabisnotkun, neyslutól og fíkniefnahundurinn Tíri
2. Cannabis- efni, áhrif og afleiðingar
3. Forvarnir – hvaða leiðir hafa skilað árangri?
4. Umræður.
Foreldrum er bent á heimasíðu SAMAN-hópsins, samanhopurinn.is, (fræðslubrunnurinn) þar sem finna má áhugaverða tengla sem fjalla um forvarnir og vímuefnanotkun barna og unglinga.
Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum barna í 7.-10. bekk grunnskólans sem og foreldrum ungmenna á framhaldsskólaaldri. Forvarnakvöldið er á vegum samráðshóps um forvarnir í Borgarbyggð. Hópurinn er skipaður fulltrúum lögreglu, heilsugæslu, skóla, foreldra, félagsmiðstöðvar og fjölskyldusviðs Ráðhússins.
Samráðshópur um forvarnir í Borgarbyggð.