Forstöðumaður Öldunnar í Borgarnesi

janúar 20, 2020
Featured image for “Forstöðumaður Öldunnar í Borgarnesi”

Sjöfn Hilmarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf forstöðumanns Öldunnar í Borgarnesi. Sjöfn er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur góða þekkingu á lögum er varða málefni fatlaðra auk reynslu af vinnu við þjónustu við fatlaða. Auk þess hefur hún  einnig lagt stund á nám í sáttamiðlun.

Sjöfn hefur undanfarið unnið sem leiðbeinandi og forstöðumaður Frístundar í Borgarnesi. Hún hefur einnig starfað í Búsetuþjónustu Borgarbyggðar, hjá Umboðsmanni barna, verið liðveitandi fyrir félagsþjónustu og tilsjónaraðili fyrir barnavernd, ásamt því að vinna ýmis störf sem tengjast starfsmannamálum, stjórnun, fjármálum og rekstri.

Alls bárust fimm umsóknir um starfið, ein umsókn var dregin til baka.

Aðrir umsækjendur:

  • Anna Lóa Aradóttir
  • Katla Gunnarsdóttir
  • Jóhanna Ösp Guðmundsdóttir

Umsækjendunum er þakkaður áhugi á starfinu


Share: