Forstöðumaður Frístundar á Hvanneyri

maí 5, 2020
Featured image for “Forstöðumaður Frístundar á Hvanneyri”

Frístund á Hvanneyri er starfrækt við Grunnskóla Borgarfjarðar. Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur umsjón með starfi Frístundar í samstarfi við Borgarbyggð.

Staðsetning: Grunnskóli Borgarfjarðar – Hvanneyri

Meginhlutverk frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn er að bjóða þeim innihaldsríkt frístundastarf/tómstundastarf samhliða skyldunámi í öruggu umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali. Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Einnig að bjóða upp á umhverfi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun (BEd, BA) á sviði tómstunda, uppeldismenntunar, s.s kennslu, tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun
  • Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum
  • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu
  • Hæfni í samskiptum, frumkvæði og sköpunargleði nauðsynleg

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd starfsins
  • Að efla félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd barna
  • Stjórnun starfsmanna, almenn leiðsögn í starfi og eftirlit með frammistöðu
  • Ábyrgð með innkaupum og daglegum rekstri
  • Ábyrgð á samskiptum við foreldra, skóla og félög sem sjá um íþróttir og tómstundir fyrir börn
  • Aðstoðar tómstundafulltrúa við undirbúning og verkstjórn Sumarfjörs

Ráðningartími og starfshlutfall

Verið er að ráða í 60% starf og þarf viðkomandi að hefja störf 19. ágúst 2020. Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur rennur út 1. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB,  í síma 861-3379. Umsóknir með ferilskrá, meðmælendum og öðrum upplýsingum berist til á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is


Share: