Fokhelt á Kleppjárnsreykjum

janúar 24, 2020
Featured image for “Fokhelt á Kleppjárnsreykjum”

Viðbyggingin sem hýsa mun leikskólann Hnoðraból og kennslurými kennara er nú fokheld. Verkið er á áætlun og áætlað er að taka húsið í notkun á næsta skólaári.

Stjórnendur Hnoðrabóls og GBF fóru að skoða nýbygginguna á Kleppjárnsreykjum fyrr í vikunni. Á myndinni er Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri Hnoðrabóls, Dagný Vilhjálmsdóttir deildarstjóri á Hnoðrabóli og Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.

Nýbyggingin er úr forsteyptum einingum, 530 fermetrar að stærð og byggingarverktakinn er Eiríkur Jón Ingólfsson.

Fyrir áhugasama má nálgast teikningar af viðbyggingunni á Kortasjá/teikningavef Borgarbyggðar.


Share: