Flosi H. Sigurðsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í dag, 20. október.
Flosi lauk B.A. gráðu í lögfræði árið 2008 og M.A gráðu í lögfræði árið 2010. Árið 2010 öðlaðist hann réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi og árið 2018 hlaut hann réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti.
Flosi hefur undanfarin ár unnið sem framkvæmdastjóri og lögmaður hjá OPUS lögmönnum, auk þess er hann einnig einn af eigendum stofunnar. Sérsvið hans hafa verið forsjármál, fjárskipti, skiptastjórn og stjórnsýslumál. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Greiðslu ehf. samhliða því að sinna stundakennslu við Háskóla Íslands.
18 umsóknir bárust um starf sviðsstjóra en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Borgarbyggð óskar umsækjendum alls hins besta og þakkar fyrir sýndan áhuga á starfinu.
Birna G. Konráðsdóttir | M.A í félagsvísindum |
Bjarni Ármann Oddsson | Íþrótta- og frístundastjóri |
Borga Harðardóttir | MPM í verkefnastjórnun |
Davíð Freyr Jónsson | Vörubílstjóri |
Einar Örn Thorlacius | Lögfræðingur |
Eva Hlín Alfreðsdóttir | Ráðgjafi |
Elísabet Pálmadóttir | Framkvæmdastjóri |
Flosi Hrafn Sigurðsson | Framkvæmdastjóri |
Guðmundur Bjarni Benediktsson | Meistaranemi í opinberri stjórnsýslu |
Hrund Valgeirsdóttir | Hugbúnaðarsérfræðingur |
Jesus Omar Moreno Araujo | Rafmagnsverkfræðingur |
Jóhann Örn Helgason | Lögfræðingur |
María Ester Guðjónsdóttir | Viðskiptafræðingur |
Ragnheiður Á. Birgisdóttir | Sérfræðingur |
Ragnheiður Sylvia Kjartansdóttir | M.A í hagnýtri menningarmiðlun |
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir | Verkefnastjóri/deildarstjóri |
Valdimar Björnsson | Framkvæmdastjóri |