Flokkun úrgangs í sumarhúsahverfum

maí 25, 2018
Featured image for “Flokkun úrgangs í sumarhúsahverfum”

Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma endurvinnslugámum fyrir við stærstu sumarhúsahverfin þar sem aðstaða er til staðar. Um er að ræða ílát fyrir hefðbundinn endurvinnsluúrgang frá heimilishaldi s.s. pappír,plast, ál og pappa, eða “grænu tunnuna”. Upplýsingar um hvað ber að flokka í þetta græna ílát og leiðbeiningar má sjá hér. Þá eru leiðbeiningar á gámunum sjálfum. Handbók um sorphirðu í Borgarbyggð er aðgengileg hér. Látið verður reyna á þetta fyrirkomulag við stærstu hverfin í fyrstu og vonast er til að eigendur og notendur sumarhúsa taki vel í þessa bættu þjónustu.  


Share: