Fjölmenni á opnun sýningar um Bjarna á Laugalandi

október 7, 2014
Ríflega hundrað manns komu í Safnahús s.l. laugardag þegar sýning um Bjarna Helgason á Laugalandi var opnuð. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er ljósmyndabúnaður Bjarna í gegnum tíðina auk persónulegra muna úr lífi hans. Ennfremur má sjá ljósmyndir úr myndasafni Bjarna sem fjölskylda hans hefur gefið skjalasafninu.
Sýningin um er í anddyri bókasafns og stendur fram í nóvember. Hún er opin á virkum dögum 13.00 – 18.00; aðgangur er ókeypis.
Myndin var tekin við opnun sýningarinnar en á henni eru öll börn Bjarna og Leu Kristínar konu hans, ásamt Júlíönu föðursystur þeirra. Frá vinstri: Steinunn, Þórhallur, Júlíana, Helgi og Sigrún.
 
 

Share: