Merkur áfangi í sögu Landbúnaðarsafnsins

október 3, 2014
Merkur áfangi í sögu Landbúnaðarsafns Íslands náðist í gær þegar opnuð var ný sýningaraðstaða í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Þar hefur verið sett upp ný fastasýning og Ullarselið sem verið hefur góður nágranni safnsins til margra ára flutti með og hefur aðstöðu við innganginn á safnið. Meðal ræðumanna við opnunina var Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Færði hún helstu máttarstólpum Landbúnaðarsafnsins heillaóskir sveitarstjórnar, þeim Hauki Júlíussyni, Jóhannesi Ellertssyni og Bjarna Guðmundssyni. Sá síðastnefndi er forstöðumaður safnsins og á ómældan heiður skilið fyrir sitt farsæla frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar landbúnaðarsögu.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.

Share: