Félagsstarf eldri borgara

september 6, 2019

Félagsstarf eldri borgara fer fram á 1. hæð Borgarbraut 65a í Borgarnesi. Þar er opið kl. 12.00 – 16.00 alla virka daga.

Á veturna er skipulagt starf með leiðbeinendum, en á sumrin er opið fyrir spilamennsku og spjall. Starfsemin er fjölbreytt og felst í handavinnu, handverki, spilamennsku og ýmsum námskeiðum.

Í félagsstarfinu er boðið upp á hádegismat alla virka daga. Panta þarf mat með góðum fyrirvara hjá Elínu í síma 840 1525

Starfsemi vetrarins 2019 – 2020 verður eftirfarandi:

Mánudagar

Dans kl. 13:00 – 14:00

Þriðjudagar

Margvíslegt handverk kl. 13:00 – 16:00. Leiðbeinandi: Karólína Ísleifsdóttir

Miðvikudagar

Margvíslegt handverk kl. 13:00 – 16:00. Leiðbeinandi: Karólína Ísleifsdóttir

Fimmtudagar

Jóga 13:00 – 14:00

Föstudagar

Upplestur úr bókum – heimsóknir höfunda

Prjón

Tónlist og heimsóknir nemenda úr leik-, grunn- og tónlistarskóla

Boccia

Þriðjudaga og fimmtudaga kl.10:30 – 11:30 í félagsstarfinu

Laugardaga 11.00 í íþróttahúsinu


Share: