Félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

nóvember 10, 2020
Featured image for “Félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Á þeirri vegferð sem framundan er ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði að framúrskarandi þjónustu og öflugu vinnuumhverfi.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu, þ.m.t. félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.
  • Annast greiningu og meðferð barnaverndarmála.
  • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna einstaklinga eða fjölskyldna.

Menntun og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla á sviði barnaverndar og meðferð fjölskyldumála æskileg.
  • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með skerðingar æskileg.
    Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.

Frekari upplýsingar um starfið

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100% framtíðarstarf

Starfssvið: Fjölskyldusvið

Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélags Íslands eða viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@borgarbyggd.is.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2020.

Nánari upplýsingar veitir María Neves samskiptastjóri– maria.neves@borgarbyggd.is – 433-7100

 


Share: