Engjaáshúsið í Borgarnesi loksins selt

apríl 3, 2003

“Við ætlum ekki að láta þetta hús standa eins og draugahús lengur,” segir Unnar Eyjólfsson einn eigenda Engjaáshússins.

Gengið hefur verið frá sölu Engjaásshússins svokallaða í Borgarnesi sem upphaflega var byggt fyrir starfsemi Mjólkursamlags Borgfirðinga. Stærstur hluti hússins var í eigu Engja ehf sem var hlutafélag Búnaðarbankans og Reykjagarðs. Unnar Eyjólfsson, bifreiðastóri í Reykjavík er í forsvari fyrir hóp aðila sem nú hafa keypt Engja ehf og þar með eignast meirihluta Engjaásshússin. Hluti hússins er hinsvegar í eigu Landflutninga – Samskips.

Engjaáshúsið hefur að mestu staðið autt síðustu ár en nýr eigandi segir að stefnt sé að því að nú verði breyting á. “Við ætlum ekki að láta þetta standa áfram eins og draugahús. Ég get hinsvegar ekki sagt ákveðið um hvað fer þarna inn en það voru heilmiklar hugmyndir um áramótin en síðan hefur dregist að hægt væri að ganga frá kaupunum. Það eru ýmsir aðilar sem hafa lýst yfir áhuga á að fara þarna inn og núna þegar málið er loks í höfn munum við taka upp viðræður við þá,” sagði Unnar.


Share: