Endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi

janúar 31, 2019

Framkvæmdir eru í fullum gangi við endurbætur og stækkun grunnskólans í Borgarnesi. Núverandi skólabygging samanstendur af nokkrum misgömlum byggingum og víða var kominn tími á viðhald. Með framkvæmdunum er aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk skólans bætt til muna. Jafnframt verður skólabyggingin mun aðgengilegri fyrir fatlaða. Nýr og glæsilegur matsalur, sem einnig nýtist sem samkomusalur, lítur dagsins ljós ásamt nýrri eldhúsaðstöðu og kennslurými fyrir heimilisfræði.


 


Aðalhönnuður viðbyggingar og endurbóta á skólanum er Zeppelin Arkitektar. Verkfræðihönnun er í höndum Verkís. Verkfræðistofan Efla framkvæmdi ástandsskoðun á húsnæðinu árið 2017. Verktaki framkvæmdanna er Eiríkur Ingólfsson ehf og eftirlit með framkvæmdum hefur verkfræðistofan Víðsjá. Stefnt er að því að framkvæmdum verði að mestu lokið árið 2020 og að einungis frágangsvinna við lóð verði eftir árið 2021. Fyrir áhugasama má finna teikningar af breytingunum á Kortasjá Borgarbyggðar.


 


 


Share: