Árstíðirnar fjórar – Vetur, sumar, vor og haust

febrúar 5, 2019
Featured image for “Árstíðirnar fjórar – Vetur, sumar, vor og haust”

Árgangur 2006 í grunnskólanum í Borgarnesi vann að gerð ljóðabókar veturinn 2017-2018. Nemendur voru beðnir um að yrkja ljóð um árstíðirnar fjórar og náði verkefnið yfir allan veturinn. Áttu nemendur að fást við mismunandi form og styðjast við bragreglur svo sem ljóðstafi, rím og endurtekningu, allt eftir því sem fengist var við hverju sinni. Úr varð þessi ljóðabók þar sem nemendur leika sér að orðum, glíma við formið og veita lesendanum innsýn í upplifun sína á árstíðunum. Verkefnið var unnið með Halldóru Björnsdóttir og Þórunni Kjartansdóttir umsjónarkennurum árgangsins.

 

Hér má sjá ljóð um vetur úr bókinni eftir Julíu Caeil Lu Adlawan

 

Vetur

 

Þá er kominn snjór.

 

Snjórinn er hvítur og ljósin gul.

 

En ég er hvorki gul né hvít.

 

Fótspor sjást og haglél kemur,

 

fuglarnir titra því þeim er svo kalt.

 

Frostið er svo kalt að ég frýs.

 

Krakkarnir fara í snjókast,

 

sumir fara á sleða,

 

þeir fara inn og fá sér heitt kakó,

 

spenntir að fara að sofa til að fá eitthvað fallegt.

 

Jóladagur nálgast og allir hoppa.

 

Krakkarnir horfa á jólatréð

 

og setja á það stjörnu.

 

Stjarnan er rauð alveg eins og

 

gardínurnar.

 

Spennt ég er að opna gjafir á

 

jóladag.

 

Þrír dagar eftir – þá eru jól.

 

Það er vetur hér í

 

Borgarnesi.


Share: