Sveitarfélagið Borgarbyggð óskar eftir að ráða eldvarnareftirlitsmann / varaslökkviliðsstjóra í 100 % starf.
Starfið felst í lögboðnu eldvarnareftirliti og eftirliti með framkvæmd laga og reglna um brunavarnir.
Starfið felst einnig í stjórnun, útköllum og öðrum almennum störfum slökkviliðsins í samstarfi við slökkviliðsstjóra. Jafnframt daglegri ábyrgð á rekstri Slökkviliðs Borgarbyggðar í fjarveru slökkviliðstjóra og bakvaktarskyldu í samvinnu við hann.
Starfssvið:
- Almennt eldvarnareftirlit
- Úttektir og leyfisveitingar
- Staðgengill slökkviliðsstjóra í fjarveru hans
- Almenn störf slökkviliðs í samráði við slökkviliðsstjóra
Hæfniskröfur:
- Löggiltur slökkviliðsmaður með lágmarks 1 árs starfsreynslu í slökkviliði
- Þekking og þjálfun í brunamálum og á sviði brunavarna
- Menntun skv. ákvæðum reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017.
- Skipulagshæfni og fagmennska
- Frumkvæði, sveigjanleiki og góðir samskiptahæfileikar
Nánari upplýsingar og umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is .
Nánari upplýsingar um starfið veita Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri bjarnikr@borgarbyggd.is í síma 437-2222 og Ragnar F. Kristjánsson sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs ragnar@borgarbyggd.is í síma 433-7100.
Umsóknarfrestur er til 26. janúar nk.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna