Eldvarnaræfing á Dvalarheimilinu í Borgarnesi

október 12, 2009
Það var stór hópur fólks sem tók þátt í eldvarnaræfingu á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi miðvikudaginn 7. október. Rúmlega 100 manns tóku þátt í æfingunni og þá er heimilisfólk ekki meðtalið en óhjákvæmilega urðu íbúarnir varir við það “brölt” sem æfingunni fylgdi á göngum heimilisins. Starfsfólk heimilisins og einstaklingar sem fengnir voru að “láni” úr Menntaskóla Borgarfjarðar “léku” heimilismenn og voru æfð viðbrögð við því ef upp kæmi eldur og að alrýma þyrfti heimilið. Allir sem sem þátt tóku stóðu sig með sóma en greinilegt er að æfingar sem þessi eru nauðsynlegar af og til, ekki síst til að samhæfa aðgerðir. Öllum sem að æfingunni stóðu, þ.e. starfsfólki, nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar, slökkviliðsmönnum, björgunarsveitarfólki, Rauða Krossinum, starfsfólki Heilsugæslunnar, lögreglu og almannavarnarnefnd eru færðar bestu þakkir frá stjórn DAB fyrir þeirra þátt og góð samskipti við undirbúning og framkvæmd. Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk Dvalarheimilisins tók á æfingunni.
 

Share: