Dýrin í Hálsaskógi í Skallagrímsgarði

ágúst 1, 2007
Leikhópurinn Lotta fer nú um landið með sýningu sýna Dýrin í Hálsaskógi. Þriðjudaginn 7. ágúst er röðin komin að Borgarnesi. Sýnt verður í Skallagrímsgarði og hefst sýningin kl. 18.00. Sýningin er rúmlega klukkutími að lengd, full af glensi og fjöri fyrir alla fjölskylduna. Í uppsetningu Lottu eru dýrin í sínu rétta umhverfi og óhætt er að fullyrða að Skallagrímsgarður henti vel undir sýninguna. Þar sem sýnt er undir berum himni er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri og taka jafnvel með sér teppi til að sitja á.
 
Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Sjá vefslóð: www.123.is/dyrinihalsaskogi.

Share: