Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins verða ýmsir viðburðir í Borgarbyggð. Meðal þeirra má nefna að Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í Borgarnesi. Hún mun heimsækja Menntaskóla Borgarfjarðar og ræða við nemendur og starfsfólk og skoða sýningu á vegum Grunnskólans í Borgarnesi og menntaskólans. Þá mun hún heimsækja leikskólann Klettaborg, Skallagrímsgarð og íþróttamiðstöðina. Loks verður hátíðardagskrá, öllum opin, í Landnámssetrinu kl. 17-18. Þar veitir ráðherra verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og tvær sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu.Í Snorrastofu flytur Ingimar Sveinsson fyrirlestur um sérkenni og sérstöðu íslenskra hestsins og kynnir bók sína, Hrossafræði Ingimars.
Á morgun verður, í tilefni dags íslenskrar tungu, opnuð ljóðasýning 5. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningin er sett upp á vegum Héraðsbókasafnsins og sérstakur gestur verður Hildur M. Jónsdóttir í Brúðuheimum.