Á fundi sínum þann 23. janúar síðastliðinn ræddi Byggðarráð Borgarbyggðar ályktanir atvinnu- og markaðsnefndar og stjórnar Faxaflóahafna um nauðsyn þess að hefjast handa við lagningu Sundabrautar og aðrar úrbætur á Vesturlandsvegi. Að umræðum loknum samþykkti Byggðaráð eftirfarandi bókun:
„Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur samgönguráðherra til að beita sér fyrir bættum samgöngum milli Borgarness og Reykjavíkur. Lagning Sundabrautar og úrbætur á Vesturlandsvegi eru framkvæmdir sem skilyrðislaust þarf að ráðast í.“