Breytingar á akstri Strætó um Vesturland

janúar 16, 2009
Frá og með mánudeginum 19. janúar verða gerða breytingar á akstri Strætó bs. um Vesturland.
Breytingarnar eru gerðar í ljósi reynslunnar frá áramótum og munu þær tryggja að tímaáætlanir standist mun betur en með fyrra fyrirkomulagi, auk þess sem tekið er tillit til helstu ábendinga frá farþegum.
 
Helstu breytingar verða þessar:

  • Tekin verður í notkun ný strætóleið – leið 58 – sem keyrir milli Borgarness og Hvalfjarðarganga á annatímum. Utan annatíma fer umrædd leið í Háholt í Mosfellsbæ.

 

  • Leið 57 mun keyra á milli Akraness og Háholts og taka upp farþega frá Borgarnesi á planinu við Hvalfjarðargöngin.

 

  • Brottfarartímar strætisvagna frá Háholti síðdegis verður færður í fyrra horf og verða brottfarir 45 mínútum yfir heila tímann.

 

  • Aukavagn á leið 6 mun í fyrstu ferðum að morgni keyra beina leið milli Háholts og Ártúns.

 

  • Óskað hefur verið eftir að rekstraraðilar innanbæjarstrætós á Akranesi fari aukaferð um Grundarhverfið á Akranesi að morgni dags virka daga til að tengja betur íbúa svæðisins við fyrstu ferð á leið 57.

 

  • Á leið 58 verða farnar sex ferðir á dag virka daga. Fjórar tengjast leið 57 til Háholts á plani við Hvalfjarðargöng, tvær ferðir fara alla leið í Háholt. Fjórar ferðir verða milli Borgarness og Háholts á laugardögum og þrjár á sunnudögum.

 

  • Þeir íbúar svæðisins sem eiga eldri afsláttarkort með gildistíma fram á árið 2009 geta skipt þeim út fyrir ný kort með sama gildistíma. Enginn aukakostnaður fylgir skiptunum. Farmiðasala Stæró bs. á annarri hæð í Mjódd sér um framkvæmdina.

 
Smellið hér til að sjá nýjar tímatöflur á leiðum 57 og 58 sem taka gildi að morgni mánudagsins 19. janúar 2009.

Share: