Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

mars 16, 2015
AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI BORGARBYGGÐAR 2010-2022 OG NÝS DEILISKIPULAGS, ÍSGÖNG Í LANGJÖKLI OG MÓTTAKA Í GEITLANDI
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 12. 2. 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 ásamt umhverfisskýrslu vegna ísganga í Langjökli, þ.e. nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði. Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi ísganga í Langjökli ásamt umhverfisskýrslu. Auglýsingin er á grundvelli greina 36. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
 
Skipulagstillögurnar ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum voru kynntar á opnum íbúafundi 11. febrúar 2015 í Borgarnesi, Gögnin munu liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð frá og með 16. mars til og með 27. apríl 2015. Ennfremur er hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is.
 
Þeir sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og þurfa að berast eigi síðar en 27. apríl 2015 til skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna teljast henni samþykkir.
 
Vakin er athygli á að Skipulagsstofnun kynnir tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 frá 2. mars til 13. apríl vegna ofangreindrar breytingar, sbr. www.skipulagsstofnun.is og www.borgarbyggd.is.
Lulu Munk Andersen
Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar
 

Share: