
Þetta er í annað sinn sem Sigursteinn heldur Bréfamaraþon í Borgarnesi og að þessu sinni tekur nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar einnig þátt. Viðburðurinn fer fram í miðjurýminu í Bjarnarbraut 8 og hefst kl. 12.00. Allir sem vettlingi (penna) geta valdið og láta sig mannréttindamál varða eru hvattir til að mæta.