Brattagata lokuð frá 28. ágúst – 11. september vegna framkvæmda

ágúst 27, 2020
Featured image for “Brattagata lokuð frá 28. ágúst – 11. september vegna framkvæmda”

Ákveðið hefur verið að loka Brattagötu frá 28. ágúst – 11. september vegna framkvæmda.

Á meðan á framkvæmdum stendur verður Gunnlaugsgata einstefnugata frá Skúlagötu og út Helgugötu.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát við vinnusvæðið og fylgja merkingum.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason og verkefnastjóri hjá Borgarbyggð er Ragnar Frank. Verktaki er Borgarverk.


Share: