Brákarhlíð – opið hús á 17. júní

júní 11, 2014
Ágætu íbúar á starfssvæði Brákarhlíðar og aðrir velunnarar heimilisins!
Í tilefni af því að framkvæmdum við endurbætur er að ljúka verður opið hús í Brákarhlíð á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, frá kl. 16.00 og 18.00.Velkomið er að koma skoða heimilið.
Stutt vígsluathöfn verður kl. 16.30. Að henni lokinni verður opið hús eins og áður sagði til kl. 18.00.
Verið velkomin
Heimilisfólk, starfsmenn og stjórn
Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi
 
 

Share: