Borgfirsk söfn og íslenski safnadagurinn

júlí 11, 2014
Söfnin tvö í Borgarfjarðarhéraði taka þátt í íslenska safnadeginum sem er næstkomandi sunnudag, 13. júlí. Í Safnahúsinu í Borgarnesi verður ókeypis aðgangur og leiðsögn og Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri verður einnig með dagskrá á laugardeginum í tilefni af því að 125 ár eru síðan skólastarf hófst á Hvanneyri. Sjá má nánar á heimasíðu safnanna: www.safnahus.is og www.landbunadarsafn.is

Nánar má sjá um safnadaginn hjá söfnum landsins á vef íslenskra safna og safnmanna.

Share: