Senn líður að Borgfirðingahátíð, sem nú er haldin í áttunda skipti. Líkt og í fyrra er það UMSB (Ungmennasamband Borgarfjarðar) sem hefur veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar. Það eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur sem standa í sameiningu að hátíðinni, sem stendur yfir dagana 8.-10. júní með upptakti á fimmtudagskvöldinu 7. júní.