Borgarbyggð tekur við rekstri bíls fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara

október 17, 2007
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi afhenti Borgarbyggð bíl til reksturs við hátíðlega athöfn í gær, 16. október. Bíllinn var nýlega keyptur fyrir söfnunarfé sem verið hefur í vörslu Dvalarheimilisins.
Bílnum er ætlað að þjóna bæði íbúum Dvalarheimilisins, eldri borgurum og fötluðum sem búa á eigin heimili.
 
Myndir með fréttinni tók Helgi Helgason við athöfnina í gær.
 

Share: